Saturday, January 27, 2007
Slóvenar á morgun
Leikur gegn Slóvenum á morgun. Svo fór gegn Pólverjum eins og síðuhaldari óttaðist í síðustu HM færslu. Ekki var gengið nægilega vel út í skyttur þeirra og markmennirnir því varnarlausir. Ísland þarf að klára Slóvena á morgun og tryggja sig inn í átta liða úrslitin. Það væri ekki skemmtileg staða að þurfa að vinna heimamenn á sunnudag til þess að komast áfram. Eina sem ég hef séð til Slóvenana er kafli úr síðasta leik þeirra gegn Frökkum. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þeir verði ekki jafn slakir á morgun og þeir voru þá. Trúlega lítið að marka þann leik sem þeir töpuðu með fjórtán mörkum. Margir leikmanna Slóvena hafa mikla reynslu úr Meistaradeildinni þar sem slóvenska liðið Celja Lazko hefur brillerað á undanförnum árum. Þeirra besti leikmaður, Sergei Rutenka, lék með Celje og er nú samherji Óla Stef hjá Ciudad. Hann varð markakóngur EM fyrir ári síðan. Aðal málið fyrir strákana er að vera tilbúnir að slást við Slóvenana án þess að láta skapið hlaupa með sig. Slóvenarnir eru oft á tíðum grófir og óheiðarlegir. Síðuhaldari óttast til dæmis mjög að þeir muni byrja leikinn á því að berja Óla í öxlina og afgreiða hann. Margir lykilmenn Íslands fara tæpir á meiðslum inn í þennan leik og það er ekki heppilegt; Óli, Logi, Gaui og Alex a.m.k. Ef Fúsi lemur saman almennilegan varnarleik þá ætti að vera hægt að keyra yfir þetta lið, því Slóvenar virðast hægir. En það voru Úkraínumenn svo sem einnig. Það þýðir lítið að vera mikið hraðaupphlaupslið ef menn eru ekki tilbúnir að standa vörnina. Vonandi verður Vignir notaður í vörninni á morgun.
Leikur gegn Slóvenum á morgun. Svo fór gegn Pólverjum eins og síðuhaldari óttaðist í síðustu HM færslu. Ekki var gengið nægilega vel út í skyttur þeirra og markmennirnir því varnarlausir. Ísland þarf að klára Slóvena á morgun og tryggja sig inn í átta liða úrslitin. Það væri ekki skemmtileg staða að þurfa að vinna heimamenn á sunnudag til þess að komast áfram. Eina sem ég hef séð til Slóvenana er kafli úr síðasta leik þeirra gegn Frökkum. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þeir verði ekki jafn slakir á morgun og þeir voru þá. Trúlega lítið að marka þann leik sem þeir töpuðu með fjórtán mörkum. Margir leikmanna Slóvena hafa mikla reynslu úr Meistaradeildinni þar sem slóvenska liðið Celja Lazko hefur brillerað á undanförnum árum. Þeirra besti leikmaður, Sergei Rutenka, lék með Celje og er nú samherji Óla Stef hjá Ciudad. Hann varð markakóngur EM fyrir ári síðan. Aðal málið fyrir strákana er að vera tilbúnir að slást við Slóvenana án þess að láta skapið hlaupa með sig. Slóvenarnir eru oft á tíðum grófir og óheiðarlegir. Síðuhaldari óttast til dæmis mjög að þeir muni byrja leikinn á því að berja Óla í öxlina og afgreiða hann. Margir lykilmenn Íslands fara tæpir á meiðslum inn í þennan leik og það er ekki heppilegt; Óli, Logi, Gaui og Alex a.m.k. Ef Fúsi lemur saman almennilegan varnarleik þá ætti að vera hægt að keyra yfir þetta lið, því Slóvenar virðast hægir. En það voru Úkraínumenn svo sem einnig. Það þýðir lítið að vera mikið hraðaupphlaupslið ef menn eru ekki tilbúnir að standa vörnina. Vonandi verður Vignir notaður í vörninni á morgun.