<$BlogRSDURL$>

Friday, January 12, 2007

Óður til Njálu
Um nokkurt skeið hefur síðuhaldara þótt það skammarlegt að hafa ekki tekið sér Brennunjálssögu í hönd og kynnt sér málavexti í því goðsagnakennda riti. Af alkunnri framtakssemi hefur síðuhaldari nú lokið því verki og mun hann af lestri þessum hljóta nokkra sæmd. Enda er verkið vel til allra fræða fallið og má þar nefna lögfræði, stjórnmálafræði og trúarbragðadeilur svo fátt eitt sé nefnt. Má segja að lestur hennar sé ígildi nokkurra háskólagráða. Eigi er örgrannt um að fjöldinn allur af orðatiltækjum og orðaforða nútíma Íslendingsins sé þaðan sprottinn. Mun og svo verða áfram fái síðuhaldari þar einhverju um ráðið.

(Hér gæti skort á orðskýringar til handa Playstation kynslóðinni en skítt með það)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?