<$BlogRSDURL$>

Sunday, February 11, 2007

Benedikt Erlingsson og KSÍ
Stuðningsmenn Höllu Gunnarsdóttur kollega míns af Mogganum splæstu í auglýsingu þar sem vel valið fólk lýsir yfir stuðningi sínum við framboð hennar til formanns KSÍ. Greinilega var vandað til valsins enda fólk úr héðan og þaðan úr þjóðfélaginu. Gallinn var bara sá að nánast enginn á þessum lista hefur einhver sambönd í knattspyrnuhreyfingunni sem er frekar bagalegt í ljósi þess að fulltrúar knattspyrnufélaganna í landinu kjósa sér formann. Stórleikarinn Benedikt Erlingsson var til dæmis á listanum og hefði það sjálfsagt vegið þungt ef leiklistarfólk hefði kosið formann KSÍ. Þarna var einnig ágætur Sagnfræðingur, Kristín Ástgeirsdóttir, sem er nú ekki fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann þegar minnst er á knattspyrnu. En þessi stuðningsyfirlýsing var ágætis framtak engu að síður, en hafði líklega afskaplega takmörkuð áhrif á fulltrúa á KSÍ þinginu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?