<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 15, 2007

Besta leiðin valin
Samgönguáætlun var kynnt á mánudaginn. Þetta var góður dagur fyrir okkur Bolvíkinga en kannski ekki fyrir skattgreiðendur annars staðar af landinu. Skynsamlegasta leiðin og sú ódýrasta af þessum þremur virðist hafa verið valin. Ég myndi aldrei gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur í því hvar er best að bora göng en sem leikmanni fannst mér Skarfaskersleiðin einmitt vera skynsamlegust. Fyrir hálfu ári síðan sat ég í bílnum hjá Valdimari Lúðvík þar sem hann sagðist einnig vera þeirrar skoðunar og færði fyrir því sannfærandi rök. Það er auðvitað ekki ástæða til þess að taka mark á krötum í öllum málum en ástæða er til þess að taka mark á Lúlla í þessu máli, enda búinn að keyra Hlíðina oft á dag í áratugi.

Það er kominn tími til að gefa Óshlíðarveginum frí en síðuhaldari hefur einmitt lent á milli flóða á þessum fræga vegi. Trúverðugleiki minn í málinu er því gríðarlegur. Þá var ég í félagsskap Guðmundar Björnssonar sölumanns Íslands. Sem betur fer var hann á þeim tíma ekki byrjaður að rausa um samvinnuhreyfinguna í tíma og ótíma og þekkti ekki muninn á Halldóri Ásgrímssyni og Halldóri Blöndal. Það hefðu verið grimm örlög að sitja undir Framsóknarrausinu og komast hvorki lönd né strönd í orðsins fyllstu merkingu.

Skarfaskersleiðin er einnig góð leið fyrir Hnífsdælinga og forðar því að bústað Kaupfélagsstjórans
og family sé fórnað. Ekki vilja menn fá þá tvíburabræður upp á móti sér rétt fyrir kosningar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?