Friday, February 02, 2007
Billy Idol, Hillary Swank og síðuhaldari
Síðuhaldara hefur borist til eyrna að unga fólkið í bloggheimum stundi nú síðunua myheritage.com af kappi. Þar er hægt að hlaða inn myndum af fólki og þá dælir forritið inn myndum af frægu fólki sem viðkomandi á að líkjast. Síðuhaldari vill að sjálfsögðu halda í við unga fólkið og lét slag standa auk þess sem þetta er upplagt tækifæri til þess að kanna hvort kynþokki síðuhaldara eigi sér hliðstæðu úti í hinum stóra heimi. Fyrst var hlaðið inn nokkuð gamalli mynd og viti menn, skýtur ekki Chandlerinn sjálfur upp kollinum: Matthew Perry. Í kjölfarið fylgdu Colin Firth og Freddie Ljungberg. Svo fór nú að halla undan fæti þegar arabinn Abdullah Gul skaut upp kollinum og í humátt á eftir honum kom blökkumaðurinn Brady. Síðuhaldari taldi sér öllum lokið þegar Billy Idol poppaði einnig upp sem tvífari en steininn tók endanlega úr þegar kvenmaðurinn Hilary Swank lét sjá sig.
Þessar niðurstöður sætti síðuhaldari sig ekki fullkomlega við og hlóð inn annari mynd sem er nær okkur í tíma. Ekki urðu niðurstöðurnar þá jafn fjölbreyttar hvað varðar kyn og kynþátt en þó má klóra sér nokkuð í hausnum yfir þeim. Fyrstan skal frægan telja Pablo Picasso. Einnig duttu inn Jason Priesley, Brendon Frasier og knattspyrnumennirnir Fernando Redondo og Zinedine Zidane. Að lokum birtist Robert Redford á skjánum þannig að skjátur geta þá vitað hvernig síðuhaldari mun líta út í ellinni. Við þetta er rétt að bæta að aðstandendur þessa forrits gera sér greinilega ekki grein fyrir því hve Egill Helgason er þekktur í Grikklandi og því er hann ekki í kerfinu. Annars var þetta á allan hátt mjög sérkennilega upplifun og einsýnt að síðuhaldari mun halla sér verulega að Bakkusi um helgina.
Síðuhaldara hefur borist til eyrna að unga fólkið í bloggheimum stundi nú síðunua myheritage.com af kappi. Þar er hægt að hlaða inn myndum af fólki og þá dælir forritið inn myndum af frægu fólki sem viðkomandi á að líkjast. Síðuhaldari vill að sjálfsögðu halda í við unga fólkið og lét slag standa auk þess sem þetta er upplagt tækifæri til þess að kanna hvort kynþokki síðuhaldara eigi sér hliðstæðu úti í hinum stóra heimi. Fyrst var hlaðið inn nokkuð gamalli mynd og viti menn, skýtur ekki Chandlerinn sjálfur upp kollinum: Matthew Perry. Í kjölfarið fylgdu Colin Firth og Freddie Ljungberg. Svo fór nú að halla undan fæti þegar arabinn Abdullah Gul skaut upp kollinum og í humátt á eftir honum kom blökkumaðurinn Brady. Síðuhaldari taldi sér öllum lokið þegar Billy Idol poppaði einnig upp sem tvífari en steininn tók endanlega úr þegar kvenmaðurinn Hilary Swank lét sjá sig.
Þessar niðurstöður sætti síðuhaldari sig ekki fullkomlega við og hlóð inn annari mynd sem er nær okkur í tíma. Ekki urðu niðurstöðurnar þá jafn fjölbreyttar hvað varðar kyn og kynþátt en þó má klóra sér nokkuð í hausnum yfir þeim. Fyrstan skal frægan telja Pablo Picasso. Einnig duttu inn Jason Priesley, Brendon Frasier og knattspyrnumennirnir Fernando Redondo og Zinedine Zidane. Að lokum birtist Robert Redford á skjánum þannig að skjátur geta þá vitað hvernig síðuhaldari mun líta út í ellinni. Við þetta er rétt að bæta að aðstandendur þessa forrits gera sér greinilega ekki grein fyrir því hve Egill Helgason er þekktur í Grikklandi og því er hann ekki í kerfinu. Annars var þetta á allan hátt mjög sérkennilega upplifun og einsýnt að síðuhaldari mun halla sér verulega að Bakkusi um helgina.