Tuesday, February 20, 2007
Gimsteinn sem glóir í mannsorpinu
Svo orti Hjálmar frá Bólu eitt sinn. Ekki er laust við að svona skáldskapur leiti á mann við nýjustu harmafregn en svo virðist sem mannkynið hafi á dögunum misst einn af sínum glæsilegustu sonum. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt manninn en hef orðið hugvits hans aðnjótandi oftar en einu sinni. Stöku sinnum má finna gimsteina sem á glóir í mannsorpinu og með einhverjum hætti gera þeir manni lífið léttbærara. Uppfinningar sem ekki virðast merkilegar í fyrstu en spara manni svo ófá sporin. Sú speki að hesturinn sé þarfasti þjóninn er barn síns tíma. Farðu í friði Robert Adler.
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254117
Svo orti Hjálmar frá Bólu eitt sinn. Ekki er laust við að svona skáldskapur leiti á mann við nýjustu harmafregn en svo virðist sem mannkynið hafi á dögunum misst einn af sínum glæsilegustu sonum. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt manninn en hef orðið hugvits hans aðnjótandi oftar en einu sinni. Stöku sinnum má finna gimsteina sem á glóir í mannsorpinu og með einhverjum hætti gera þeir manni lífið léttbærara. Uppfinningar sem ekki virðast merkilegar í fyrstu en spara manni svo ófá sporin. Sú speki að hesturinn sé þarfasti þjóninn er barn síns tíma. Farðu í friði Robert Adler.
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254117