<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 07, 2007

Þögnin er ærandi
Hvað varð um allt fólkið sem mátti vart mæla af hneykslan þegar þingmaðurinn Görl gekk úr "Frjálslynda flokknum" í Sjálfstæðisflokkinn? Fjöldinn allur af fólki var tilbúinn til þess að tjá sig um málið og vinsæl var sú skoðun að kjörinn þingmaður skyldi frekar segja af sér þingmennsku en að halda áfram þingsetu í öðrum flokki. Hefði maður því haldið að sama fólkið hefði risið upp á afturlappirnar þegar Valdimar Leó Friðriksson gekk á dögunum úr Samfylkingunni yfir í "Frjálslynda". Svo virðist sem Kristinn H. Gunnarsson muni leika sama leik á næstunni. Allt þetta mikla hugsjónafólk sem vill að þingmenn segji frekar af sér, hlýtur fljótlega að birtast þrútið af réttlátri reiði í fjölmiðlum og láta skoðun sína heyrast. Annars fer maður að halda að fjaðrafokið í kringum Görl, hafi verið vegna þess að fjölmiðlasækið fólk hafi einfaldlega ekki viljað sjá aukningu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?