<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 28, 2007

Munnmælasögur#57
Ritstífla gerði vart við sig á nýju ári í Munnmælasögunum en þessi vinsæli dagskrárliður hefur ekki verið uppfærður í sex vikur eða svo. Úr því skal bætt ekki seinna en strax og dugir þá ekkert minna en saga af þeim Gleðipinnum, HáEmm verndara Bloggs fólksins og Ásgeiri Þór nýgifta.

Eftir söguleg ár í Menntaskólanum á Ísafirði skráðu þeir Halldór og Ásgeir sig í lögfræðideild Háskóla Íslands, innblásnir af Matlock þáttunum á RÚV. Jafnframt höfðu þeir haft spurnir af miklu skemmtanalífi í lögfræðinni. Á þeim tíma hreiðraði Dóri um sig í Sólheimunum (þarna skiptir greinirinn lykilmáli) og Ásgeir pikkaði hann gjarnan upp á bláum BMW sem Geiri hafði fest kaup á. Tók hann upp á því að festa eins konar gjallarhorn við flautubúnaðinn í bílnum en þessi mekkanismi er fyrir ofan skilning síðuhaldara. Útkoman varð alla vega sú að Ásgeir gat spilað músík og látið hana dynja langar leiðir, eða gargað á fólk á götum úti. Skemmtilegast fannst honum að taka lagið þegar hann sótti Dóra á leið í lögfræðitíma hjá Sigurði Líndal. Dóra varð gjarnan frekar brugðið þegar hann heyrði sönglað fyrir utan blokkina hjá sér: ,,Þig vil ég fá, til að vera mér hjá, vertu nú vænn og segðu já, því betra er að sjást en kveljast og þjást af eins konar ást." Á eftir fylgdi: ,,Góðan daginn Halldór. Ég er mættur"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?