<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 22, 2007

Vinstri stjórn 2007 - ?
Kosningar til Alþingis fara fram þann 12. maí næstkomandi. Ef við gefum okkur að vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðunni nái meirihluta þá er ekki ólíklegt að þeir myndi stjórn, að því gefnu að VG og Samfylking geti komið sér saman um hver fái forsætisráðherrastólinn. Ég gaf mér smá tíma til þess að pæla í því hvernig útkoman gæti orðið. Segjum að Samfylking verði stærri og fái stóra stólinn og fjóra aðra, VG fimm stóla og “Frjálslyndir” tvo. Með þriggja flokka stjórn er reyndar sú hætta fyrir hendi að flokkarnir fjölgi ráðuneytum til þess að hafa alla góða en vð skulum vona ekki. Ríkisstjórnin gæti litið svona út og raunar sé ég ekki margar aðrar leiðir í mannauði þessara flokka:

Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S
Utanríkisráðherra: Steingrímur J. Sigfússon V
Fjármálaráðherra: Össur Skarphéðinsson S
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Ögmundur Jónasson V
Sjávarútvegsráðherra: Guðjón Arnar Kristjánsson F
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ágúst Ólafur Ágústsson S
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir V
Samgönguráðherra: Björgvin G. Sigurðsson S
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir V
Félagsmálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir S
Landbúnaðarráðherra: Magnús Þór Hafsteinsson F
Umhverfisráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir V

Hvað segja lesendur um þetta? Draumur eða martröð?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?