<$BlogRSDURL$>

Saturday, March 31, 2007

Gylfi Ægis í brennidepli
Loksins er Gylfi Ægis að komast í kastljós fjölmiðlanna á ný. Síðuhaldari hlýddi hugfanginn á Gylfa á Rás 2 fyrir viku síðan eftir ábendingu frá Pésa Magg sem er á fertugsaldri. Þar var goðið í þætti Freys: Geymt en ekki gleymt. Þar er hlustað á gamlar plötur ásamt spjalli við viðkomandi listamenn. Tveggja tíma prógramm en síðuahaldari náði ekki að hlusta allan tímann. Það sem hann heyrði var þó gull. Skíra gull. Gylfi að bjarga fyllibyttum á verbúðinni í Vestamannaeyjum þegar fór að kjósa og fleira skemmtilegt. Þáttur Jóns Ólafs í kvöld á að skírskota til sjómanna. Með það sem yfirskrift að þættinum þá er Jóni einfaldlega ekki stætt á því að ganga fram hjá Gylfa. Þessi athygli er auðvitað verskulduð því við skulum ekki gleym því að Gylfi átti eitt besta lag síðasta árs: Í stuði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?