Monday, March 26, 2007
Kaupfélagsstjórinn vill forleik
Bleik var heldur betur brugðið þegar síðuhaldari fletti Fréttablaðinu þann 19. mars síðastliðinn. Þar blasti við fyrirsögnin: "Ísfirðingar heimta forleik" og fyrir neðan var mynd af Kaupfélagsstjóranum!!! Já það hlaut að koma að því að Kaupfélagsstjórinn myndi trana sér fram í þjóðfélagsumræðunni, hugsaði ég og þá dugir auðvitað ekkert minna en aðkallandi umræðuefni eins og forleikur. Fréttin fjallaði svo um herferð Vífilfells og siðferðisvitund Ísfirðinga. Lesendur voru því sviknir um að heyra hugmyndir Kaupfélagsstjórans um forleik. Tvenn stórtíðindi má þó taka út úr fréttinni. Annars vegar að Kaupfélagsstjórinn hafi ekki myndað sér skoðun á herferðinni en eins og lesendur þessa bloggs vita mæta vel, þá hefur maðurinn skoðanir á öllu milli himins og jarðar og meira til. Hins vegar það að Kaupfélagsstjórinn sé ekki lengur titlaður Hnífsdælingur heldur Ísfirðingur. (Nú væri gott ef Magnús Pálmi, banki innan bankans, gæti útskýrt af hverju dalur beygjist í dæling.)
Bleik var heldur betur brugðið þegar síðuhaldari fletti Fréttablaðinu þann 19. mars síðastliðinn. Þar blasti við fyrirsögnin: "Ísfirðingar heimta forleik" og fyrir neðan var mynd af Kaupfélagsstjóranum!!! Já það hlaut að koma að því að Kaupfélagsstjórinn myndi trana sér fram í þjóðfélagsumræðunni, hugsaði ég og þá dugir auðvitað ekkert minna en aðkallandi umræðuefni eins og forleikur. Fréttin fjallaði svo um herferð Vífilfells og siðferðisvitund Ísfirðinga. Lesendur voru því sviknir um að heyra hugmyndir Kaupfélagsstjórans um forleik. Tvenn stórtíðindi má þó taka út úr fréttinni. Annars vegar að Kaupfélagsstjórinn hafi ekki myndað sér skoðun á herferðinni en eins og lesendur þessa bloggs vita mæta vel, þá hefur maðurinn skoðanir á öllu milli himins og jarðar og meira til. Hins vegar það að Kaupfélagsstjórinn sé ekki lengur titlaður Hnífsdælingur heldur Ísfirðingur. (Nú væri gott ef Magnús Pálmi, banki innan bankans, gæti útskýrt af hverju dalur beygjist í dæling.)