<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 14, 2007

Munnmælasögur#58
Maður er nefndur Guðbjartur Flosason og er hann fermingarbróðir síðuhaldara. Bjartur er þeim kostum búinn að hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi eiginleiki á sér einnig sínar spaugilegu hliðar eins og þessi glóðvolga saga er glöggt vitni um. Á dögunum hélt sænska skjátan Lisa Ekdal tónleika í Bolungarvík og á einhverjum síðri stöðum. Margir af máttarstólpum bæjarins tóku þessum menningarviðburði fagnandi, eins og Eiki klipp, Jón frá Seljanesi og Bjartur. Röðuðu þeir sér framarlega í salinn en BJartur fór hins vegar að ókyrrast strax í fyrsta lagi, sem honum fannst full rólegt. Eftir þrjú róleg lög og létt hjal söngkonunnar á milli lagana; stóð Bjartur á fætur, tók hatt sinn og staf og gekk á dyr. Lét hann í leiðinni þessi orð falla: "Neeeei. Hingað borgaði ég mig ekki inn til þess að hlusta á brandara á sænsku" !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?