<$BlogRSDURL$>

Friday, March 02, 2007

Orðrétt
"Heiða sagði mér frá saunabaði í Berlín sem hún fór oft í. Þar voru allir saman allsberir, konur og karlar. Og meira að segja líka úti í porti, þangað sem fólk fór til að kæla sig. Porti umkringdu íbúðum þar sem íbúar höfðu beinan aðgang að hinum nöktu líkömum. Engum fannst þetta tiltökumál en í rassaborunni hér yrði líklega allt vitlaust ef einhverjum dytti í hug að opna svona unisex saunu. Fyrir það fyrsta myndu fjölmiðlar fá kast enda ekki á hverjum degi sem eitthvað skemmtilegt gerist. Þeir gætu hætt rétt á meðan að segja frá ósýnilegri svifmengun og óskiljanlegu baugsréttarhaldarugli. Allsbert fólk selur. "Gárungar" færu á kostum og það hlypi á snærið hjá Spaugstofunni. Næst færu hópar herskárra á kreik, Krossinn og femínistar gætu fundið eitthvað á þá viðurstyggð að allsbert fólk væri saman í saunu. Börnin! Ætlar enginn að hugsa um börnin?! Það yrði gífurlegt umtal um "klámsaununa" og ef hún væri einhverntímann opnuð myndu ljósmyndarar hanga í portinu og ná kannski mynd af Bryndísi Schram. Ég sé þetta alveg fyrir mér, stóra klámsaunumálið."
-Dr. Gunni tónlistarmaður á bloggi sínu 28. febrúar 2007.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?