<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 28, 2007

Sýndarmennska framkvæmdastjóranna
Framkvæmdarstjórar stjórnmálaflokkana eru búnir að ákveða hámarks upphæð fyrir auglýsingaherferðir í yfirstandandi kosningabaráttu. 28 milljónir er það heillin og þótti víst einhverjum lítið. Þetta samkomulag er hins vegar sýndarmennska þegar vel er að gáð því þessi upphæð er eingöngu varðandi landsmiðla. Inni í þessu eru því ekki héraðsmiðlar og ekki veltiskilti svo dæmi séu tekin. Upphæðin er því ansi rífleg, því engin er að fara að eyða 28 milljónum í auglýsingar í landsmiðlum á aðeins mánuði. Ef einhver gerir það þá verður það skot yfir markið og mun vinna gegn viðkomandi framboði. Það er ekkert unnið með því að láta kjósendur fá leið á frambjóðendum og stefnumálum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?