<$BlogRSDURL$>

Friday, March 02, 2007

Til hamingju Ísland
Til hamingju með gærdaginn. Sjálfur bjórdagurinn kominn og farinn. Sjálfsagt að halda upp á daginn enda var ekki auðvelt að fá þetta í gegn. Á vinstri vængnum þótti það bara alls ekki sjálfsagt að Íslendingar fengju að kaupa sér bjór í heimalandinu annars staðar en í fríhöfninni. Í dag má svo heyra þessa umræðu, sem fram fór fyrir 1. mars 1989, enduróma þegar rætt er um hvort hægt sé að leyja kaupmönnum að selja bjór og léttvín. Síðuhaldari neyðist til þess að halla sér enn frekar að Bakkusi um helgina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?