<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 10, 2007

Draumfarir
Síðuhaldara dreymdi merkilegan draum um páskana sem hann veit ekki hvað merkir. Þannig var að hann var staddur í flugvél í innanlandsflugi á leið til Reykjavíkur. Vélin snéri þó við á leið sinni til Reykjavíkur og stefndi til baka í villta vestrið. Ekki var um hættuástand að ræða og lét síðuhaldari sér hvergi bregða þó lífhræddur sé. Vélin lenti þó ekki á flugvellinum á Ísafirði heldur gömlu flugbrautinni í Víkinni. Hvað lesa næmir síðulesendur út úr þessu?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?