<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 21, 2007

Ingibjörg fær furðulegt pepp
Undanfarið hafa dúkkað upp greinar og blogg á bb.is þar sem Samfylkingarkonur í Norðvesturkjördæmi eru að peppa upp Ingibjörgu Sólrúnu formann. Skrifin eru eitthvað á þessa leið: ,,Flott hjá Ingibjörgu" , ,,Ég er svo stolt af minni konu," og er verið að vísa til umræðuþáttar í sjónvarpi. Þetta eru svo sem ekki hlutir sem setja kosningabaráttu á annan endann. Alls ekki. Mér finnst þetta bara eitthvað furðuleg taktík. Það er eins og verið sé að gera lítið úr Ingibjörgu eða að það komi þessum pennum á óvart að hún geti staðið sig. Ingibjörg hefur verið atvinnustjórnmálamaður í 25 ár, meira eða minna. Þó það nú væri að hún komist klakklaust í gegnum einn umræðuþátt. Skárra væri það nú.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?