<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 03, 2007

Orðrétt
,,Ef ég leyfi mér að nota dálítið tilfinningaríkari tjáningu, þá virðist mér stefna ESB eins og hún er núna eins og: ,,Við í Evrópu erum góðir vinir, en þið í Asíu og Afríku, getið verið úti." Í 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir m.a.: ,,Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun ... vegna kynþáttar, ... þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“ Er gildi þess ákvæðis líka misjafnt eftir því hvort menn séu inn í ESB eða utan?

Í Japan er málsháttur ,, Förum öll yfir á rauðu ljósi og við þurfum ekkert að óttast.” Hann segir raunverulega að þegar einstaklingur brýtur lögð þá er það glæpur en þegar fjöldi manna brýtur lög saman þykir það ekki lengur glæpsamlegt. Mér sýnist stefna ESB undanfarin ár hallast að þessum málshætti að nokkru leyti. Svo langar mig til að spyrja, hversu langt má ESB ganga á þessari leið? Hversu mikið má ,,bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt?"

- Toshiki Toma prestur innflytjenda á Íslandi í blaðagagrein sinni: ESB hve langt ætlarðu að ganga?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?