Thursday, April 19, 2007
Orðrétt
Enn hafa íslenskir fréttamenn hvorki haft það af að segja fólki frá, né spyrja forystumenn og ráðherraefni vinstrigrænna út í hið ótrúlega Alcan-söfnunarmál......Um síðustu áramót sendi Stöð 2 að venju út umræðuþátt sinn, Kryddsíld, þar sem forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu málin. Meðal þeirra auglýsinga sem íslenskar sjónvarpsstöðvar selja, er svokölluð „kostun“, og í þessu tilfelli var þátturinn í boði álfélagsins í Straumsvík, Alcan. Þá staðreynd notuðu forystumenn vinstri grænna til þess að berja sér á brjóst, auglýsa heilagleika sinn og siðgæði umfram aðra menn. Helstu forystumenn þeirra mættu í fjölmiðla alveg óskaplega reiðir. Steingrímur J. Sigfússon sagðist kunna illa við þetta og þótti „sérstaklega óviðeigandi“ að fá slíka kostun frá „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“.
Ögmundur Jónasson var ekki síður fullur réttlátrar reiði. Hann sagði einfaldlega að slegið hefði verið met „í óskammfeilni og smekkleysu að stjórnmálaforingjar sitji frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan í kjölfar álinnpakkaðrar mútugjafar til Hafnfirðinga.“.......... Í því ljósi og fleiri ljósum þætti sennilega flestum öðrum en íslenskum fréttamönnum áhugavert að skömmu eftir að að þeir fóstbræður, Steingrímur og Ögmundur, áttu vart til orð yfir því „meti í óskammfeilni og smekkleysu“ að „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“ styrki útsendingu umræðuþáttar, þá barst þessu sama stórfyrirtæki bréf. Þar var farið fram á að félagið styrkti hinn áruhreina flokk, Vinstrihreyfinguna grænt framboð, fjárhagslega vegna komandi kosningabaráttu. Undir bréfið ritaði Steingrímur J. Sigfússon. Það er með öðrum orðum ekkert að því að fjármagna sína eigin kosningabaráttu með styrk frá álfélaginu en stórhneyksli að sjónvarpsstöð fái frá þeim hefðbundna „kostun“ þáttar.
-Vef-þjóðviljinn í gær 18. apríl 2007.
Enn hafa íslenskir fréttamenn hvorki haft það af að segja fólki frá, né spyrja forystumenn og ráðherraefni vinstrigrænna út í hið ótrúlega Alcan-söfnunarmál......Um síðustu áramót sendi Stöð 2 að venju út umræðuþátt sinn, Kryddsíld, þar sem forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu málin. Meðal þeirra auglýsinga sem íslenskar sjónvarpsstöðvar selja, er svokölluð „kostun“, og í þessu tilfelli var þátturinn í boði álfélagsins í Straumsvík, Alcan. Þá staðreynd notuðu forystumenn vinstri grænna til þess að berja sér á brjóst, auglýsa heilagleika sinn og siðgæði umfram aðra menn. Helstu forystumenn þeirra mættu í fjölmiðla alveg óskaplega reiðir. Steingrímur J. Sigfússon sagðist kunna illa við þetta og þótti „sérstaklega óviðeigandi“ að fá slíka kostun frá „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“.
Ögmundur Jónasson var ekki síður fullur réttlátrar reiði. Hann sagði einfaldlega að slegið hefði verið met „í óskammfeilni og smekkleysu að stjórnmálaforingjar sitji frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan í kjölfar álinnpakkaðrar mútugjafar til Hafnfirðinga.“.......... Í því ljósi og fleiri ljósum þætti sennilega flestum öðrum en íslenskum fréttamönnum áhugavert að skömmu eftir að að þeir fóstbræður, Steingrímur og Ögmundur, áttu vart til orð yfir því „meti í óskammfeilni og smekkleysu“ að „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“ styrki útsendingu umræðuþáttar, þá barst þessu sama stórfyrirtæki bréf. Þar var farið fram á að félagið styrkti hinn áruhreina flokk, Vinstrihreyfinguna grænt framboð, fjárhagslega vegna komandi kosningabaráttu. Undir bréfið ritaði Steingrímur J. Sigfússon. Það er með öðrum orðum ekkert að því að fjármagna sína eigin kosningabaráttu með styrk frá álfélaginu en stórhneyksli að sjónvarpsstöð fái frá þeim hefðbundna „kostun“ þáttar.
-Vef-þjóðviljinn í gær 18. apríl 2007.