<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 03, 2007

Sperningaleikur
Ég tek eftir því í bloggheimum að stundum er gripið til spurningaleikja þegar skortir hugmyndir til að skrifa um. Þar sem ég þykist vita að margir sjálfskipaðir fótboltasérfræðingar lesi síðuna þá ætla ég nú að kasta til þeirra glaðningi. Nú verður því boðið upp á fótboltasperningu og svör óskast í commentakerfinu. Árangurstengd laun gætu verið í boði fyrir rétta aðilann.

Ýmsir eru þeirrar skoðunar að Brasilíumaður sem kallaður er Pele sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Pele hefur sjálfur sagt sína skoðun á opinberum vettvangi á því hver hafi verið bestur allra. Hann nefndi ekki sjálfan sig en hvern nefndi Pele?

a) Eusebio
b) Franz Beckenbauer
c) Ferenc Puskas
d) Garrincha
e) Johan Cruyff
f) George Best
g) Diego Maradona
h) Michel Platini
i) Michael Laudrup
j) Marco van Basten
k) Zinedine Zidane

This page is powered by Blogger. Isn't yours?