<$BlogRSDURL$>

Thursday, May 24, 2007

Maður kosningasjónvarpsins
Geðmundur Eskil Gunnarsson fréttamaður í Eyjafirði var án efa maður kosningasjónvarpsins. Í fyrsta innslagi mætti hann gráhærður, og var svo sannfærandi að síðuhaldari gat ómögulega greint hvort þarna færi Bogi Ágústsson eða Jóhanna Sigurðardóttir. Geðmundur toppaði svo sjálfan sig síðar um nóttina þegar hann lét Jóhannes í Bónus halda að hann væri að fara í viðtal. Stóð á einhverju persneska teppinu inni á gafli hjá Jóhannesi, þóttist ætla að taka við hann viðtal en svissaði í staðinn yfir á fallega fólkið hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum. Snilldarlega gert! 9,5 frá vestur-þýsku dómurunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?