<$BlogRSDURL$>

Thursday, May 31, 2007

Munnmælasögur#63
Þessi saga barst síðuhaldara frá hinum geðþekka íþróttafréttamanni Gaupa. Gerðist hún þegar Brasilíumaðurinn Pele sótti Ísland heim fyrir um fimmtán árum síðan, en Pele þessi er þekktur víða um heim fyrir boltaspark. Pele var á leið til Vestmannaeyja í opinbera heimsókn og Gaupi hringir í mann Stöðvar 2 og Bylgjunnar í Eyjum: Gísla Óskarsson. Gaupi tjáir honum að Pele sé á leið til Eyja og það þurfi að ná skemmtilegum myndum af honum þar sem hann sé að spjalla við krakkana og eitthvað í þeim dúr. Gísli var hinn hressasti og sagði þetta ekki vera neitt mál. Hann kveður Gaupa en hringir svo í hann síðar og spyr: "Hvernig lítur þessi Pele annars út? Hér er svo mikið af fólki að ég er ekki viss um að ég finni hann." Gaupi svaraði: "Ja hann er nú blökkumaður" Þá létti Gísla: "Ok þá finn ég hann."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?