<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 27, 2007

Þekktustu lög REM
DV sagði frá því í gær að REM hafi komið til landsins. Þeir hafi þá nýtt tækifærið til þess að upplifa sjálfan Megas holdi klæddann. Fjallað er um Íslandsferð hljómsveitarinnar og svo er þess getið að á meðal þeirra þekktustu laga séu: Everybody hurts, Man on the moon, Losing my religion, What´s the frequency Kenneth og mörg fleiri. Undir þetta ritar einhver dori@dv.is. Jú þau eru náttúrulega mörg fleiri. Ef mið er tekið af þessum dæmum þá gerðist harla lítið hjá hljómsveitinni svona fyrsta áratuginn. Lög eins og Orange crush, Stand, The one I love og End of the World eru alla vega ekki nefnd í upptalningunni. Ekki neitt þeirra raunar. Sjálfsagt er þessi dori@dv.is mikill spekingur og kannski meira að segja með eitthvað merkilegt viðurnefni sem hann hnýtir fyrir aftan Dóri: Dóri 3000, Dóri DNA, Dóri lífssýni, Dóri 800 eða Dóri djöffsi. Þá finnst mér nú Dóri Magg vera merkilegra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?