<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 06, 2007

Hvernig á maður að svara þessu?
Man ekki hvort ég hafi einhvern tíma sagt ykkur frá einkennilegum tónlistarsmekk nágranna míns. Nú vita það bæði Guð og menn að síðuhaldari hefur ekki þungar áhyggjur af því hvað þykir hipp og kúl þegar kemur að tónlist. Hins vegar er tónlistarsmekkur nágranna míns svo yfirgengilega óútreiknanlegur að ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við. Fyrir einhverjum misserum síðan setti þessi ágæti nágranni minn gjarnan 80´s slagarann "Forever young" á repead og hækkaði duglega. Ef lagið var ekki á repead þá hljómaði í mesta lagi eitt lag á milli áður en "Forever young" glumdi í eyrum síðuhaldara. Til þess að svara þessu á einhvern hátt þá spilaði síðuhaldari kannski Gylfa eða Lúdó svona til þess að sjá hvort lækkað yrði niður í "Forever young" - þó ekki væri nema örlítið. Ekki gekk það og lengi var þetta lag númer 1 2 og 3 þegar nágranni kaus að setja allt í botn, sem hann virðist hafa nokkuð oft þörf fyrir.

Í síðustu viku tók svo steininn úr. Þá náði þessi ágæti nágranni minn nýjum hæðum í frumleika sínum. Þá glumdi allan sólarhringinn lag sem ég þurfti satt að segja að fletta aðeins upp í hauskúpunni. En það kom þó fljótlega enda heyrðist það skýrt og greinilega yfir í mína íbúð. Um var að ræða lag sem heitir "Amigos para siempre" sem á engilsaxnesku útleggst "Friends for life". Þetta lag var annað af tveimur lögum Ólympíuleikanna í Barcelona árið 1992. Þetta lag var sem sagt á repead nótt sem nýtan dag. Hvernig á maður að svara þessu? Þarf maður að finna lag Heimsmeistarakeppninnar í handbolta á Íslandi 1995? Minni að Diddú hafi sungið það ásamt Bó eða einhverjum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?