<$BlogRSDURL$>

Friday, June 22, 2007

Kvennaliðið í forgang
Það liggur ljóst fyrir hvort A-landsliðanna í knattspyrnu er betra, karla eða kvennaliðið. KSÍ ætti nú að láta kvennaliðið í algeran forgang og láta karlaliðið svo mæta afgangi. Það mætti svo sem útfæra slíkt með áþreifanlegum hætti. Til dæmis ef leikmenn karlaliðsins myndu ganga í hús og selja klósettpappír fyrir ferðasjóð kvennaliðsins. En þetta er bara hugmynd. Annars fannst mér ekkert sérstaklega sniðugt hjá Ásthildi að lýsa því yfir að þær væru besta íþróttalið landsins. Það er ljóst að þær eru besta knattspyrnulið landsins - en kannski óþarfi að blanda öðrum íþróttagreinum í metinginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?