<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 13, 2007

Munnmælasögur#64
Einn af uppáhalds Íslendingum síðuhaldara er Séra Baldur Vilhelmsson fyrrum prófastur í Vatnsfirði. Nú eru gríðarlega margar munnmælasögur af Baldri þegar komnar á prent og ástæðulaust að birta þær hér þó magnaðar séu. Ég ætla hinsvegar að birta tilsvar úr sjónvarpsþætti sem gerður var um kappann fyrir nokkrum árum og hét því snilldarnafni: "Mér líkar ekki malbikið." Í þættinum (sem ég tók upp) kemur Baldur inn á að hann hafi töluvert stúderað Grikkland til forna. Hann hefur sum sé lesið heilmikið af forngrískum bókmenntum, og kom því skemmtilega á framfæri þegar hann var spurður að því hvaða bækur væru á náttborðinu hjá honum: "Ég hef lítið kynnt mér þessa yngri höfunda eins og Snorra Sturluson" !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?