<$BlogRSDURL$>

Monday, July 23, 2007

Harrington og síðuhaldari
Padraig Harrington braut ísinn á Risamóti í gær og sigraði á The Open eins og hægt var að fylgjast með á RÚV. Í tilefni af þessum sigri er sjálfsagt að rifja það upp að síðuhaldari tók viðtal við Harrington fyrir Morgunblaðið á Hvaleyrarvelli sumarið 2002. Afar vel fór á með okkur félögunum en einhverra hluta vegna hefur Harrington ekki séð ástæðu til þess að rifja þessi kynni upp í heimspressunni. En spjallið var ábyggilega álíka eftirminnilegt fyrir okkur báða.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?