<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 24, 2007

Munnmælasögur#66
Samúel Örn Erlingsson Framsóknarmaður og frændi Jóns Steinars frá Seljanesi, var lengi íþróttafréttamaður á RÚV. Átti hann þar marga jaaaa athyglisverða spretti og einn þeirra var í beinni sjónvarpsútsendingu frá bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu haustið 1992. Léku þar Valur og KA þar sem Valsmenn höfðu betur í framlengingu eftir mikla dramatík. Á meðal lykilmanna Vals á þessum árum voru Anthony Karl Gregory sem er dökkur á hörund og albínóinn Jón Grétar Jónsson, sem var auðþekkjanlegur á mjög síðum ljósum hárlokkum. Í miklum hamagangi á lokasekúndum venjulegs leiktíma, jafnar Anthony Karl leikinn í 2:2 og þá öskraði Samúel að Jón Grétar hefði skorað. Í endursýningunni áttar Samúel sig á mistökunum, leiðréttir þau og bætir við: "En þeir Anthony Karl og Jón Grétar eru mjög áþekkir á velli" !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?