<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 31, 2007

Orðrétt
"Ég varð enn sannfærðari í trúnni á hlutdrægni stöðvarinnar þegar ég vaknaði í morgun og kveikti á útvarpinu og ætlaði mér að hlusta á morgunþátt Jóhanns Haukssonar, Morgunhanann. Því miður var Jóhann ekki við hljóðnemann, heldur leysti annar geðþekkur dagskrárgerðarmaður hann af, nefnilega hinn vörpulegi Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins. Og ekki leið á löngu þar til varaformaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi þingmaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, var mættur í stúdíóið til að ræða við Jón um landsins gagn og nauðsynjar.

Nú bíð ég spenntur eftir því að heyra í þeim Kristni H. Gunnarssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni, en þeir eru einu þingmennirnir í þingflokki Frjálslynda flokksins sem ekki hafa komist á launaskrá hjá Útvarpi Sögu sem dagskrárgerðarmenn. Þeir félagar hljóta að hefja upp raust sína á öldum þessa ljósvaka fyrr en síðar."
- Sigurður Kári þingmaður á bloggi sínu í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?