Monday, July 02, 2007
Orðrétt
"Var á rölti á netinu og rakst á skrif Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley þessi er m.a. ritari VG og róttækur femínisti auk þess að vera systir og fleira. Í síðustu færslu sinni fjallar hún um skrif einhvers bloggvinar síns og flokksbróður um unglinga í Vinnuskóla Kópavogs og segir í lokin að þar sem bæjarstjóranum í Kópavogi leyfist að stunda klámbúllur geti menn ekki vænst þess að unglingarnir skilji muninn á réttu og röngu. Nú er ég svo ekki róttækur femínisti né ritari Vg né neins flokks en ég er systir. Í ljósi þess sendi ég inn fyrirspurn á vef hennar, Sóley bjargar heiminum, og spyr hvaðan hún hafi þessar upplýsingar um meintar ferðir bæjarstjórans í Kópavogi á það sem hún kallar klámbúllur. Kona sem fer af stað til að bjarga heiminum hlýtur að vilja láta taka sig alvarlega og ég vænti svars frá henni fljótlega og mun birta það hér á minni heimasíðu.
Ég hef velt fyrir mér persónuleika þeirra sem hafa það að ævistarfi að sverta mannorð og æru fólks. Fólks sem vílar ekki fyrir sér að beita dylgjum, slúðri og hreinlega lygum til að gera sér verkefnið skemmtilegra. Hver ætli sé munurinn á þeim sem fara fram til að drepa menn og þeim sem drepa mannorð fólks? Skyldi hann vera nokkur? Ætli hugur þeirra sé ekki jafnsjúkur og brenglaður? Það væri verðugt verkefni nema við fjölmiðlafræði og sálfræði að skoða. Hvernig eru fórnarlömb valin, er eitthvert mynstur að sjá, er eitthvað líkt með þeim sem stunda slíka glæpi undir dulargervinu blaðamenn? Hvað rekur þá áfram með drápin, hver er hvötin?
Og svo þeir sem fylgja og gleypa við soranum. Hvers konar fólk er það sem kokgleypir við öllu því sem ýjað er að, logið og dylgjað? Á það eitthvað sameiginlegt, öfund, greindaskort eða illkvittni? "
- Kata Gunn á bloggi sínu á dögunum.
"Var á rölti á netinu og rakst á skrif Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley þessi er m.a. ritari VG og róttækur femínisti auk þess að vera systir og fleira. Í síðustu færslu sinni fjallar hún um skrif einhvers bloggvinar síns og flokksbróður um unglinga í Vinnuskóla Kópavogs og segir í lokin að þar sem bæjarstjóranum í Kópavogi leyfist að stunda klámbúllur geti menn ekki vænst þess að unglingarnir skilji muninn á réttu og röngu. Nú er ég svo ekki róttækur femínisti né ritari Vg né neins flokks en ég er systir. Í ljósi þess sendi ég inn fyrirspurn á vef hennar, Sóley bjargar heiminum, og spyr hvaðan hún hafi þessar upplýsingar um meintar ferðir bæjarstjórans í Kópavogi á það sem hún kallar klámbúllur. Kona sem fer af stað til að bjarga heiminum hlýtur að vilja láta taka sig alvarlega og ég vænti svars frá henni fljótlega og mun birta það hér á minni heimasíðu.
Ég hef velt fyrir mér persónuleika þeirra sem hafa það að ævistarfi að sverta mannorð og æru fólks. Fólks sem vílar ekki fyrir sér að beita dylgjum, slúðri og hreinlega lygum til að gera sér verkefnið skemmtilegra. Hver ætli sé munurinn á þeim sem fara fram til að drepa menn og þeim sem drepa mannorð fólks? Skyldi hann vera nokkur? Ætli hugur þeirra sé ekki jafnsjúkur og brenglaður? Það væri verðugt verkefni nema við fjölmiðlafræði og sálfræði að skoða. Hvernig eru fórnarlömb valin, er eitthvert mynstur að sjá, er eitthvað líkt með þeim sem stunda slíka glæpi undir dulargervinu blaðamenn? Hvað rekur þá áfram með drápin, hver er hvötin?
Og svo þeir sem fylgja og gleypa við soranum. Hvers konar fólk er það sem kokgleypir við öllu því sem ýjað er að, logið og dylgjað? Á það eitthvað sameiginlegt, öfund, greindaskort eða illkvittni? "
- Kata Gunn á bloggi sínu á dögunum.