<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 31, 2007

Teitur
Síðuhaldari mun ekki tjá sig hér sérstaklega um þjálfaraskiptin hjá KR enda hlutlaus blaðamaður, rétt eins og umsjónarmenn Spegilsins. Hins vegar vil ég segja það að Teitur Þórðarson fær prik í kladdann fyrir fagmennsku í umgengni við fjölmiðla. Ég hef nokkrum sinnum þurft að ná tali af honum í sumar og þrátt fyrir slakt gengi þá er hann alltaf tilbúinn til að gefa viðtal. Það sem er ekki síður mikilvægt er að hann svarar þeim spurningum sem fyrir hann er lagt eftir bestu getu. Þetta er í það minnsta mín reynsla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?