Monday, July 23, 2007
Í ótryggum heimi.....
Fyrir áhugamenn um golf og þá sérstaklega golf á norðanverðum Vestfjörðum vil ég bara segja þetta: "Aldrei að afskrifa Bjarna Pétursson." Þetta hef ég margoft sagt og tuggði síðast ofan í menn fyrir nokkrum dögum. Í ótryggum heimi þá er hægt að treysta á að þegar sveitakeppnin í golfi er innan seilingar, þá fer sá örfhenti að hitta boltann. Og þá er ekki átt við Orra eftirlitsmann.
ATHUGASEMD: (sett inn síðar um daginn)
Lesandi hafði samband við síðuhaldara. Heitir hann Orri Örn Árnason og er eftirlitsmaður af lífi og sál. Orri hefur meðal annars eftirlit með þessu síðuhaldi og sagðist vera langþreyttur á því að setja ofan í við síðuhaldara. Hann er þeirrar skoðunar að á þessu síðuhaldi sé um sig fjallað af ósanngirni og vankunnáttu. Þessum mótbárum er hér með komið á framfæri.
Fyrir áhugamenn um golf og þá sérstaklega golf á norðanverðum Vestfjörðum vil ég bara segja þetta: "Aldrei að afskrifa Bjarna Pétursson." Þetta hef ég margoft sagt og tuggði síðast ofan í menn fyrir nokkrum dögum. Í ótryggum heimi þá er hægt að treysta á að þegar sveitakeppnin í golfi er innan seilingar, þá fer sá örfhenti að hitta boltann. Og þá er ekki átt við Orra eftirlitsmann.
ATHUGASEMD: (sett inn síðar um daginn)
Lesandi hafði samband við síðuhaldara. Heitir hann Orri Örn Árnason og er eftirlitsmaður af lífi og sál. Orri hefur meðal annars eftirlit með þessu síðuhaldi og sagðist vera langþreyttur á því að setja ofan í við síðuhaldara. Hann er þeirrar skoðunar að á þessu síðuhaldi sé um sig fjallað af ósanngirni og vankunnáttu. Þessum mótbárum er hér með komið á framfæri.