Monday, August 13, 2007
Gleðin við völd
Þrátt fyrir frísklegt og unglegt útlit náði síðuhaldari að verða þrítugur síðastliðinn fimmtudag. Af því tilefni var slegið upp veislu í partýhúsinu á Traðarstíg 11 í Víkinni. Partýið var í einu orði sagt frábært enda þarna saman komið rúmlega fimmtíu af allra fallegasta fólki landsins. Þetta verður lengi í minnum haft, í minni family að minnsta kosti. Síðan var haldið á Kjallarann til þess að hlýða á tregafulla rödd Bigg Olgeirs. Hann píndi reyndar afmælisbarnið upp á svið sem endaði með því að taka fjögur lög, bæði vegna feykilegra góðra undirtekta og ekki síður þeirrar múgæsingar sem myndaðist, þegar síðuhaldari ætlaði að yfirgefa sviðið. Ekki vissi ég að ég ætti það eftir að syngja "Keep on rocking in the free world" uppi á sviði. En aðdáendur lagsins bið ég að afsaka þetta og taka viljann fyrir verkið.
Takk fyrir mig.
Þrátt fyrir frísklegt og unglegt útlit náði síðuhaldari að verða þrítugur síðastliðinn fimmtudag. Af því tilefni var slegið upp veislu í partýhúsinu á Traðarstíg 11 í Víkinni. Partýið var í einu orði sagt frábært enda þarna saman komið rúmlega fimmtíu af allra fallegasta fólki landsins. Þetta verður lengi í minnum haft, í minni family að minnsta kosti. Síðan var haldið á Kjallarann til þess að hlýða á tregafulla rödd Bigg Olgeirs. Hann píndi reyndar afmælisbarnið upp á svið sem endaði með því að taka fjögur lög, bæði vegna feykilegra góðra undirtekta og ekki síður þeirrar múgæsingar sem myndaðist, þegar síðuhaldari ætlaði að yfirgefa sviðið. Ekki vissi ég að ég ætti það eftir að syngja "Keep on rocking in the free world" uppi á sviði. En aðdáendur lagsins bið ég að afsaka þetta og taka viljann fyrir verkið.
Takk fyrir mig.