<$BlogRSDURL$>

Friday, August 24, 2007

Ljóðahornið Mósaíksglugginn#12
Þórður eftir Sverri Stormsker:

"Hve sárt ég sakna þín.
Ég sit við legstein þinn
og hugsa um horfna tíð,
hjartans vinur minn.

Sú sannreynd sturlar mig
að við sjáumst aldrei meir.
Þú gafst mér hlýja sál,
sál sem eitt sinn deyr.

Ó, hve sár er dauði þinn,
þú varst eini vinur minn.
Einn ég stari í sortann inn
með sorgardögg á kinn.

Hve leið og laus við svör
er lífsins gönguför.
Við leyndardómsins dyr
deyja mennirnir."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?