<$BlogRSDURL$>

Friday, August 24, 2007

Munnmælasögur#67
Þessi munnmælasaga er fengin að láni frá þorskapabbanum Þórarni Tarfi Ólafssyni, a.k.a The Codfather. Hann flutti hana með miklum tilþrifum í brúkaupi vinar okkar, Jóns Hartmanns í sumar.

"Sagan gerist þegar þeir félagar bjuggu í platónskri sambúð norður á Akureyri. Í hönd fór erfiður vetur hjá fátækum námsmönnum og þar sem Þórarinn var reynslunni ríkari frá vetrinum áður, vildi hann innrætta Jóni spartverska lífshætti. Þar sem Jón er annálaður sælkeri komst hann að þeirri niðurstöðu með Þórarni að þeir skyldu leyfa sér eitthvað eitt í fyrstu verslunarferðinni í Bónus. Þórarinn er mikill kavíarmaður og fékk hann sér kavíar, en Jón valdi sér einhverja dýrindis kæfu. Kom þetta Þórarni nokkuð á óvart þar sem Jón er þekktur fyrir að vera mikill ostamaður. Einhverjum dögum síðar kemur Þórarinn heim á föstudegi, dauðþreyttur á sál og líkama eftir erfiða viku, og þráði ekkert heitara en að fá sér kavíar. Hann kom hins vegar að tómum ísskápnum ef frá eru taldar ósnertar dósir af kæfunni hans Jón. Þórarinn lítur á sambýlismann sinn sem sat sáttur í hægindastól og sleikti út um. Þórarinn reiddist mjög og grýtti kæfunni fram af svölunum í bræðiskasti.

Síðar um veturinn var Þórarinn farinn að hneppa öðrum hnöppum og eyddi drjúgum tíma úti í bæ. Hann kíkti þó reglulega við hjá Jóni. Eitt sinn lítur hann við hjá Jóni nokkrum dögum eftir að Jón hafði komist í álnir og hafði fé á milli handanna. Þórarinn opnar hurðina á íbúðinni og sér þar Jón liggja í sófanum. Að sögn Þórarins var Jón eins og rómverskur keisari. Lá hann þarna með smekkfullann silfurbakka af öllum osttegundum sem yfirleitt fást á Íslandi, létt bakkann hvíla á vömbinni og var með vínber í hárinu!! "

This page is powered by Blogger. Isn't yours?