Thursday, August 02, 2007
Nani fékk hárblástursmeðferðina
Eins og alkunna er í Manchester er Sir Alex Ferguson einhver mesti skaphundur sem riðið hefur um héröð. Kollegar mínir í Bretlandi tala um hárblástursmeðferðina þegar kallinn missir sig og öskrar á þá. Þá feykist hárið aftur á viðmælendum Fergusons og sleikist aftur í mafíósagreiðslu með öllu munnvatninu sem fylgir. Þetta er sem sé hin fræga hárblástursmeðferð og Portúgalinn Louis Nani mun hafa fengið eina slíka á dögunum. Nani skoraði þá mark fyrir United í æfingarleik og fagnaði því með ógurlegum fimleikatilþrifum eins og hann var vanur að gera í Lissabon. Hann tók sem sagt Lua Lua tilþrifin og fékk hárblástursmeðferðina fyrir vikið, enda hefur Ferguson takmarkaðan áhuga á að horfa á menn eyða kröftum í fimleikatilþrif á knattspyrnuvelli.
Eins og alkunna er í Manchester er Sir Alex Ferguson einhver mesti skaphundur sem riðið hefur um héröð. Kollegar mínir í Bretlandi tala um hárblástursmeðferðina þegar kallinn missir sig og öskrar á þá. Þá feykist hárið aftur á viðmælendum Fergusons og sleikist aftur í mafíósagreiðslu með öllu munnvatninu sem fylgir. Þetta er sem sé hin fræga hárblástursmeðferð og Portúgalinn Louis Nani mun hafa fengið eina slíka á dögunum. Nani skoraði þá mark fyrir United í æfingarleik og fagnaði því með ógurlegum fimleikatilþrifum eins og hann var vanur að gera í Lissabon. Hann tók sem sagt Lua Lua tilþrifin og fékk hárblástursmeðferðina fyrir vikið, enda hefur Ferguson takmarkaðan áhuga á að horfa á menn eyða kröftum í fimleikatilþrif á knattspyrnuvelli.