Thursday, August 30, 2007
Orðrétt
"Valdimar Jóhannsson er hálfviti. Það sést best á þessari mynd af hverju hann er kallaður Dilli Stúpid. Ég átti að skutla honum og Ernu kellingunni hans til Fljótavíkur og bað hann um að pakka létt. Við þyrftum að lenda í Tungu og bera farangurinn nokkra leið. Þetta var niðurstaðan; 8 innkaupapokar, tjalddýna, tjalddýnupumpa, veiðistöng, kol og allt saman í lausu. Ofaná þetta bættust tveir göngubakpokar, stórt og þungt tjald og svefnpokinn hennar Ernu sem Dilli missti síðan ofan í ána í Tungu.
Þetta er skólabókardæmi um það hvernig á EKKI að pakka fyrir Fljótavíkurferð. Það varð okkur til happs að Örn frændi ákvað að fara í Fljót seinna um kvöldið og þess vegna gátum við hent ca helmingnum í TF-POL. Annars hefði þetta aldrei komist fyrir í Kryppunni, fyrir utan það að hún hefði aldrei komist í loftið út af þyngd. Þegar þetta er skrifað eru the Stupids í tjaldi í Fljótavík. Ég er að spá í að heimsækja þau á eftir og sjá hvernig þau hafa það. Ég átti líka að koma með kassa af bjór fyrir Valda, honum fannst hann ekki vera með nógu mikið af drasli."
- Hálfdán Bjarki Hálfdánarson á bloggi sínu þann 17. ágúst 2007
"Valdimar Jóhannsson er hálfviti. Það sést best á þessari mynd af hverju hann er kallaður Dilli Stúpid. Ég átti að skutla honum og Ernu kellingunni hans til Fljótavíkur og bað hann um að pakka létt. Við þyrftum að lenda í Tungu og bera farangurinn nokkra leið. Þetta var niðurstaðan; 8 innkaupapokar, tjalddýna, tjalddýnupumpa, veiðistöng, kol og allt saman í lausu. Ofaná þetta bættust tveir göngubakpokar, stórt og þungt tjald og svefnpokinn hennar Ernu sem Dilli missti síðan ofan í ána í Tungu.
Þetta er skólabókardæmi um það hvernig á EKKI að pakka fyrir Fljótavíkurferð. Það varð okkur til happs að Örn frændi ákvað að fara í Fljót seinna um kvöldið og þess vegna gátum við hent ca helmingnum í TF-POL. Annars hefði þetta aldrei komist fyrir í Kryppunni, fyrir utan það að hún hefði aldrei komist í loftið út af þyngd. Þegar þetta er skrifað eru the Stupids í tjaldi í Fljótavík. Ég er að spá í að heimsækja þau á eftir og sjá hvernig þau hafa það. Ég átti líka að koma með kassa af bjór fyrir Valda, honum fannst hann ekki vera með nógu mikið af drasli."
- Hálfdán Bjarki Hálfdánarson á bloggi sínu þann 17. ágúst 2007