<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 25, 2007

Draumfarir
Sjaldnast man síðuhaldari hvað hann dreymir. Spéfuglarnir á þessu comenntakerfi geta sjálfsagt fundið einhverjar skýringar á því. Síðuhaldari vaknaði hins vegar á laugardagsmorguninn og mundi skýrt og greinilega hvað hann hafði dreymt. Hann hafði loksins verið valinn í landsliðið í handbolta. Guð láti gott á vita. Fyrir dyrum var vináttulandsleikur í Höllinni. Alfreð vant við látinn og liðinu stjórnað af mínum gamla þjálfara, Kristjáni Halldórssyni. Síðuhaldara var skipt inn á fyrir Gauja, og það er kannski til marks um raunveruleikatengsl draumsins, að skoraði síðuhaldari úr hraðaupphlaupi. Ekki varð ég var við hvernig hópurinn var nákvæmlega skipaður en þó voru þarna Óli Stef og Raggi litli Helga í Stjörnunni. Hann hefur nú aldrei verið í A-landsliðinu en hefur svo sem alveg getuna. Ef ráðast á í draumráðningar út frá þessu þá er sperning hvort síðuhaldara hafi þarna verið að dreyma fyrir axlarmeiðslum Gauja sem hann varð fyrir kvöldið eftir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?