Thursday, September 06, 2007
Er síðuhaldari ekki þekktari en þetta?
"Hvaðan ert þú?" spurði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, síðuhaldara á blaðamannafundi hjá HSÍ í síðustu viku. Eins og jafnan þegar síðuhaldari er spurður að þessu þá svaraði hann hátt og skýrt: "Ég er frá Bolungarvík" Nokkuð fát kom á framkvæmdarstjórann sem varð ögn vandræðalegur en sagði svo hlæjandi: "Ég ætlaði nú að spyrja frá hvaða fjölmiðli þú værir!" Síðuhaldari hefur ávallt litið svo á að hann sé þekktur maður í þjóðfélaginu en getur verið að hann sé ekki þekktari en þetta?
"Hvaðan ert þú?" spurði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, síðuhaldara á blaðamannafundi hjá HSÍ í síðustu viku. Eins og jafnan þegar síðuhaldari er spurður að þessu þá svaraði hann hátt og skýrt: "Ég er frá Bolungarvík" Nokkuð fát kom á framkvæmdarstjórann sem varð ögn vandræðalegur en sagði svo hlæjandi: "Ég ætlaði nú að spyrja frá hvaða fjölmiðli þú værir!" Síðuhaldari hefur ávallt litið svo á að hann sé þekktur maður í þjóðfélaginu en getur verið að hann sé ekki þekktari en þetta?