Tuesday, September 11, 2007
Eyðimerkurganga Jóns Friðgeirs
Karl faðir minn, Jón Friðgeir fyrrverandi Finnlands konsúll, er ósáttur við að tveir Kristján Jónssynir séu skrifandi í Morgunblaðið. Hann hefur ekki mælst til þess að öðrum okkar sé sagt upp störfum en telur mikilvægt að aðskilja þurfi með einhverjum hætti skrif þessara alnafna. Hefur hann lengi verið hrópandinn í eyðimörkinni í þessum efnum og fussar þegar ég bendi honum á að netföngin séu gefin upp fyrir neðan nöfnin. Þau aðskilji að einhverju leyti. Faðir minn segist ekkert kannast við hvað netföng séu en hefur lagt það til að síðuhaldari kvitti undir lærðar greinar sínar á eftirfarandi hátt: "Eftir Kristján Jónsson frá Bolungarvík." Fyrir þessu færir hann þau rök að fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurður Bjarnason, hafi aldrei verið þekktur undir öðru nafni en Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ég hef ekki tekið málið upp í Hádegismóum en hef hvatt föður minn til þess að senda Styrmi tölvupóst og vekja máls á hugmyndinni. Faðir minn segist hins vegar ekkert kannast við að hægt sé að senda tölvupósta.
Karl faðir minn, Jón Friðgeir fyrrverandi Finnlands konsúll, er ósáttur við að tveir Kristján Jónssynir séu skrifandi í Morgunblaðið. Hann hefur ekki mælst til þess að öðrum okkar sé sagt upp störfum en telur mikilvægt að aðskilja þurfi með einhverjum hætti skrif þessara alnafna. Hefur hann lengi verið hrópandinn í eyðimörkinni í þessum efnum og fussar þegar ég bendi honum á að netföngin séu gefin upp fyrir neðan nöfnin. Þau aðskilji að einhverju leyti. Faðir minn segist ekkert kannast við hvað netföng séu en hefur lagt það til að síðuhaldari kvitti undir lærðar greinar sínar á eftirfarandi hátt: "Eftir Kristján Jónsson frá Bolungarvík." Fyrir þessu færir hann þau rök að fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurður Bjarnason, hafi aldrei verið þekktur undir öðru nafni en Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ég hef ekki tekið málið upp í Hádegismóum en hef hvatt föður minn til þess að senda Styrmi tölvupóst og vekja máls á hugmyndinni. Faðir minn segist hins vegar ekkert kannast við að hægt sé að senda tölvupósta.