<$BlogRSDURL$>

Monday, September 03, 2007

Heilræði varðandi flutninga
Skáldið Trausti Salvar stendur nú í búferlaflutningum. Þar sem síðuhaldari býr svo vel að vera með brjósklos hefur hann verið löglega afsakaður í svoleiðis stússi um nokkra hríð. Hins vegar búa ekki allir svo vel að vera löglega afsakaðir þegar vinir og ættingjar standa í flutningum. Mikilvægt er að sýna lit og hjálpa til þegar fólk er að flytja en til eru ýmsar leiðir til þess að gera viðvikið sem bærilegast. Síðuhaldari mun nú af sinni einstöku góðmennsku deila hinni gullnu flutningareglu með lesendum sínum:

Gullna reglan: Mikilvægt er að mæta snemma, helst aðeins áður en áætlað er að byrja flutninga. Óstundvísir þurfa þarna að breyta út af venjum en það er líka í góðum tilgangi. Þegar erfiðsvinnan er komin aðeins á veg, þá er viðkomandi búinn að vera í dágóða stund, enda mætt/ur áður en puðið byrjaði. Á þessum tímapunkti þarf viðkomandi að láta sig hverfa til þess að sinna einhverju afskaplega brýnu erindi. Hann/Hún tilkynnir flutningshyskinu þetta og lofar að koma aftur um leið og tækifæri gefst. Skynsamlegt er að koma aftur þegar smá tími ætti að vera eftir af flutningum. Mikilvægt er að koma áður en verkið klárast, því gjarnan er boðið upp á pizzur eða jafnvel guðaveigar fyrir vel unnin störf. Ekki er sterkt að mæta þegar sú veisla er byrjuð og því ágætt að taka þátt í síðustu skrefum flutninganna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?