<$BlogRSDURL$>

Sunday, September 30, 2007

Landsbankadeildin
Þar sem KSÍ lofar öllu fögru varðandi aðbúnaðinn í Laugardalnum þá er óhætt að taka boltablogg upp á ný. Best að rifja aðeins upp hina árlegu spá síðuhaldara og sjá hvernig til tókst. Árangurinn er ekki merkilegur í ár:

Spáin:
1. FH
2. KR
3. Valur
4. Keflavík
5. ÍA
6. Fylkir
7. Víkingur
8. HK
9. Breiðablik
10. Fram

Lokastaðan:
1. Valur
2. FH
3. ÍA
4. Fylkir
5. Breiðablik
6. Keflavík
7. Fram
8. KR
9. HK
10. Víkingur

Það er sem sagt ekkert lið sem hafnaði í því sæti sem síðuhaldari spáði. Gaman að því. Lið KR var greinilega ofmetið hér eins og hjá mörgum öðrum. Blikarnir greinilega vanmetnir enda lumuðu þeir á ungum ferskum strákum sem breyttu gangi mála um miðbik móts. Eftir nokkrar umferðir kom í ljós að Víkingar voru nánast bara með einn leikmann sem gat búið til marktækifæri og voru þannig mun veikari en í fyrra. Síðuhaldari virðist hins vegar hafa verið einn af fáum sem spáði HK áframhaldandi veru í deildinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?