<$BlogRSDURL$>

Monday, October 29, 2007

Endurkoma Jóns Gunnars
Jón Gunnar Kristinsson hefur komið afskaplega ferskur inn í skemmtanabransann á nýjan leik eftir nokkura ára hlé. Síðuhaldari er líklega ekki einn um þá skoðun. Jón og Sigurjón voru með frábær innslög í útvarpinu í sumar, eru mjög góðir í lagaþættinum í sjónvarpinu, næturvaktin er snilld fyrir utan auglýsingarnar fyrir Símann og Prentmet. Svo virðist sem Jón hafi haft afskaplega gott af því að leggjast undir feld og finna sig í trúmálum og alls kyns heimspeki. Hann kemur alla vega endurnærður til baka. Allt sem hann snertir verður að gulli þessa dagana og bara spurning um hvernig hann spilar úr því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?