<$BlogRSDURL$>

Friday, October 05, 2007

Hvað eru menn að reykja á RÚV?
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu. Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan. Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!! Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi. Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni.Frétt ársins

This page is powered by Blogger. Isn't yours?