Friday, October 19, 2007
Hvar endar þetta?
Nú virðist flugfreyjumaðurinn á hæðinni fyrir ofan mig vera endanlega genginn af vitinu. Ég hef áður deilt með lesendum sögum af því þegar hann skrúfar undarlega tónlist í botn um miðjar nætur á virkum dögum. Þar hefur ýmislegt fengið að flakka eins og lag Ólympíuleikanna 1992. Í nótt náði maðurinn enn einu sinni að toppa sjálfan sig og nú held ég að það sé fullreynt með að þessi maður nái sér á strik andlega. Í nótt glumdi yfir mér einhverskonar kirkjutónlist. Þá er ég að tala um orgelspil en ekki gospel. Á milli heyrðist mér svo einhver prestur taka til máls. Þetta gekk frá svona tvö til fimm í nótt þannig að varla hefur þarna verið á ferðinni upptaka af messu á Rás1. Getur verið að þetta sé karma? Er verið að refsa manni fyrir að ganga úr þjóðkirkjunni? Enn sem komið er stilli ég mig um að kvarta undan þessum undarlegheitum því ég vill ekki vera sú týpa.
Nú virðist flugfreyjumaðurinn á hæðinni fyrir ofan mig vera endanlega genginn af vitinu. Ég hef áður deilt með lesendum sögum af því þegar hann skrúfar undarlega tónlist í botn um miðjar nætur á virkum dögum. Þar hefur ýmislegt fengið að flakka eins og lag Ólympíuleikanna 1992. Í nótt náði maðurinn enn einu sinni að toppa sjálfan sig og nú held ég að það sé fullreynt með að þessi maður nái sér á strik andlega. Í nótt glumdi yfir mér einhverskonar kirkjutónlist. Þá er ég að tala um orgelspil en ekki gospel. Á milli heyrðist mér svo einhver prestur taka til máls. Þetta gekk frá svona tvö til fimm í nótt þannig að varla hefur þarna verið á ferðinni upptaka af messu á Rás1. Getur verið að þetta sé karma? Er verið að refsa manni fyrir að ganga úr þjóðkirkjunni? Enn sem komið er stilli ég mig um að kvarta undan þessum undarlegheitum því ég vill ekki vera sú týpa.