<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 04, 2007

Hver tekur við af Styrmi?
Síðuhaldari varð var við ýmsar vangaveltur í sumar um hver verði arftaki Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Eftir því sem þessu síðuhaldi skilst þá getur Styrmir ekki gegnt starfinu lengur en út árið 2008 sökum aldurs. Ýmis nöfn hafa verið nefnd en í kvöld rakst síðuhaldari á mann úr fjölmiðlaheiminum sem var með skemmtilega kenningu. Þessi nafnlausi heimildamaður, sem ekki hefur starfað á Morgunblaðinu og er einungis kunningi síðuhaldara, segir Ásgeir Friðgeirsson ganga með ritstjórann í maganum. Ásgeir starfar sem kunnugt er hjá Björgólfsfeðgum sem eiga stærsta hlutann í Árvakri, útgáfufélagi Moggans ef mér skjátlast ekki. Mjög athyglisverð kenning.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?