Saturday, October 06, 2007
Munnmælasögur#69 (afmælisútgáfa)
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, fagnar stórafmæli í dag og fær að því tilefni afmæliskveðju frá ritstjórninni. Þá er einnig við hæfi að skella í loftið einni munnmælasögu af kappanum:
"Vorið 1995 var haldið samkvæmi hjá Sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum þar sem frambjóðendur XD til Alþingis þökkuðu fyrir stuðninginn í þáafstöðnum kosningum. Þeir sem að veislunni stóðu lögðu upp með blátt þema, eðli málsins samkvæmt, og var meðal annars boðið upp á fagurbláa bollu sem drykkjarfang. Þegar búið var að ganga hringinn og skenkja öllum í glas, steig nýkjörinn þingmaður, Einar Oddur heitinn, í pontu. Rétt í þann mund sem hann hafði fengið gott hljóð til þess að ávarpa mannskapinn, heyrðist Halldór Magnússon kalla á eina konuna sem var að skenkja bolluna í glösin: "Fyrirgefðu fröken! Gefðu mér oggulítið meira af þessu rúðupissi!!"
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, fagnar stórafmæli í dag og fær að því tilefni afmæliskveðju frá ritstjórninni. Þá er einnig við hæfi að skella í loftið einni munnmælasögu af kappanum:
"Vorið 1995 var haldið samkvæmi hjá Sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum þar sem frambjóðendur XD til Alþingis þökkuðu fyrir stuðninginn í þáafstöðnum kosningum. Þeir sem að veislunni stóðu lögðu upp með blátt þema, eðli málsins samkvæmt, og var meðal annars boðið upp á fagurbláa bollu sem drykkjarfang. Þegar búið var að ganga hringinn og skenkja öllum í glas, steig nýkjörinn þingmaður, Einar Oddur heitinn, í pontu. Rétt í þann mund sem hann hafði fengið gott hljóð til þess að ávarpa mannskapinn, heyrðist Halldór Magnússon kalla á eina konuna sem var að skenkja bolluna í glösin: "Fyrirgefðu fröken! Gefðu mér oggulítið meira af þessu rúðupissi!!"