Tuesday, October 30, 2007
Orðrétt
"Hinn 14. apríl síðastliðinn lagði Bjarni Ármannsson þáverandi bankastjóri það til á landsfundi Samfylkingarinnar að löggjafinn bannaði fólki að semja um að launakjör þess væru einkamál. Þetta kallaði hann afnám launaleyndar. Í byrjun vikunnar flutti Morgunblaðið fréttir af samningum Bjarna og Orkuveitu Reykjavíkur um sölurétt á hlutum Bjarna í Reykjavík Energy Invest ef hann væri ekki kjörinn í stjórn félagsins, fengi ekki stjórnarlaun eða vatn hætti að renna niður í móti. Morgunblaðið bar þennan samning um kaup og kjör Bjarna undir hann og forstjóra Orkuveitunnar: „Hvorki Bjarni Ármannsson né Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildu tjá sig um málið og sögðu mögulega samninga vera trúnaðarmál milli samningsaðila.“
- Vef-þjóðviljinn þann 27. október 2007.
"Hinn 14. apríl síðastliðinn lagði Bjarni Ármannsson þáverandi bankastjóri það til á landsfundi Samfylkingarinnar að löggjafinn bannaði fólki að semja um að launakjör þess væru einkamál. Þetta kallaði hann afnám launaleyndar. Í byrjun vikunnar flutti Morgunblaðið fréttir af samningum Bjarna og Orkuveitu Reykjavíkur um sölurétt á hlutum Bjarna í Reykjavík Energy Invest ef hann væri ekki kjörinn í stjórn félagsins, fengi ekki stjórnarlaun eða vatn hætti að renna niður í móti. Morgunblaðið bar þennan samning um kaup og kjör Bjarna undir hann og forstjóra Orkuveitunnar: „Hvorki Bjarni Ármannsson né Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildu tjá sig um málið og sögðu mögulega samninga vera trúnaðarmál milli samningsaðila.“
- Vef-þjóðviljinn þann 27. október 2007.