Saturday, October 13, 2007
Tungumálið tekur sífelldum breytingum
Eftir að hafa hlýtt á hina nýju leiðtoga í Reykjavík þá má lýðnum ljóst vera að íslensk tunga er í stöðugri endurnýjun. Við skulum kíkja á nokkrar orðskýringar sem nýjasta himnasending kallar óneitanlega á:
- "Standa í lappirnar": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá þýðir þetta nú að viðkomandi sé tilbúinn að sveiflast til hægri og vinstri eftir því hvernig vindar blása.
- "Glundroði": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá er þetta gott orð yfir fólk úr sama flokki með svipaðar lífsskoðanir og þar af leiðandi óstarfhæft. Heillavænlegra sé því að halla sér að fólki í ólíkum flokkum með ólíkar lífsskoðanir.
- "Hægt á ferðinni - aukin yfirvegun": Samkvæmt Degi Bergþórusyni Eggertssyni, þá þýðir þetta nú að mynda fjögurra flokka meirihlutasamstarf í stærsta sveitarfélagi landsins á 210 mínútum.
- "Kafa ofan í málefni": Samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur, þá þýðir þetta nú að kanna hvort skoðanir fólks á einhverju deilumáli breytist þegar fólk er sest að kjötkötlunum."
Ef tungumál okkar á að breytast hratt á annað borð þá er auðvitað fagnaðarefni að þetta andans fólk skuli sjá um þær breytingar. Þegar merking hugtaka og lýsingarorða breytist jafn hratt og raun ber vitni, þá er reyndar verið erfitt að hendar reiður á slíku en nú þarf einungis blessun Marðar Árnasonar varðhundar, og þá er málið dautt. Allar vættir góðar forði okkur frá því, að saka þessa leiðtoga lífs okkar um að þau séu með innihaldslausa fagurgala á ögurstundu, þegar þau bera augljóslega hag borgarbúa eingöngu fyrir brjósti. Guð láti gott á vita.
Eftir að hafa hlýtt á hina nýju leiðtoga í Reykjavík þá má lýðnum ljóst vera að íslensk tunga er í stöðugri endurnýjun. Við skulum kíkja á nokkrar orðskýringar sem nýjasta himnasending kallar óneitanlega á:
- "Standa í lappirnar": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá þýðir þetta nú að viðkomandi sé tilbúinn að sveiflast til hægri og vinstri eftir því hvernig vindar blása.
- "Glundroði": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá er þetta gott orð yfir fólk úr sama flokki með svipaðar lífsskoðanir og þar af leiðandi óstarfhæft. Heillavænlegra sé því að halla sér að fólki í ólíkum flokkum með ólíkar lífsskoðanir.
- "Hægt á ferðinni - aukin yfirvegun": Samkvæmt Degi Bergþórusyni Eggertssyni, þá þýðir þetta nú að mynda fjögurra flokka meirihlutasamstarf í stærsta sveitarfélagi landsins á 210 mínútum.
- "Kafa ofan í málefni": Samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur, þá þýðir þetta nú að kanna hvort skoðanir fólks á einhverju deilumáli breytist þegar fólk er sest að kjötkötlunum."
Ef tungumál okkar á að breytast hratt á annað borð þá er auðvitað fagnaðarefni að þetta andans fólk skuli sjá um þær breytingar. Þegar merking hugtaka og lýsingarorða breytist jafn hratt og raun ber vitni, þá er reyndar verið erfitt að hendar reiður á slíku en nú þarf einungis blessun Marðar Árnasonar varðhundar, og þá er málið dautt. Allar vættir góðar forði okkur frá því, að saka þessa leiðtoga lífs okkar um að þau séu með innihaldslausa fagurgala á ögurstundu, þegar þau bera augljóslega hag borgarbúa eingöngu fyrir brjósti. Guð láti gott á vita.