<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 25, 2007

Að vera eða ekki vera best
Kjör á leikmanni ársins í Landsbankadeild kvenna hefur vakið furðu mikla athygli og þá sérstaklega í samanburði við áhorf á leiki deildarinnar. Þorri dómaranna í dómstóli götunnar er því að fella dóma út frá tölfræðinni en ekki því sem þau sáu. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta skipti sem slíkt val veldur deilum. Elvar kom með frábæran punkt úr körfunni: Siggi Ingimundar hefur aldrei verið valinn þjálfari ársins! Valið í fótboltanum hefur einnig oft verið umdeilt án þess þó að landið og miðin logi í illdeilum. Dæmi: Hvernig var hægt að ganga fram hjá Hómer Guðjóns 1996?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?